Sara Ómarsdóttir hefur komið víða við. Hún stundar snjóbretti og skíði af krafti. Hún hefur tekið þátt í WOW-Cyclothon þrisvar sinnum. Hún stundar fjallahjólreiðar, keppir í Crossfit, stundar gönguskíði og nú síðast mundar hún fluguveiðistöng og lætur sig dreyma um þann stóra. Sara er gift Kristjáni Bergmann (Mumma) og er tveggja barna móðir sem greindist með krabbamein fyrir tveimur árum síðan, hún er einstök kona sem lætur deigan ekki síga, hún hefur bjart bros og einstaka útgeislun. Hér á eftir fer viðtal við Söru um drauma, vonir, þrár og áskoranir.
Hér á eftir fer stutt viðtal við Böbba, eða Sigurbjörn Jón Gunnarsson, knáan Ólafsfirðing sem nú er búsettur í Reykjavík og stefnir á að taka þátt í Fjallaskíða- og telemark keppninni “Hleypt brúnum” 2019.
Árið 2016 gaf Hermann Gunnar Jónsson út áhugaverða bók, Fjöllin í Grýtubakkahreppi. Bókin er tvískipt, annars vegar ferðasögur höfundar á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi og hinsvegar gönguleiðalýsingar á valin fjöll í sveitarfélaginu. Hér á eftir fer stutt viðtal við Hermann Gunnar, þar sem hann segir meðal annars frá aðdragadanum að bókaskrifunum og ástríðunni á fjallgöngum í íslensku landslagi og náttúru.
Nú eru loftslagsmálin til umræðu í fréttum sjónvarpsins nær daglega. Hitastig jarðar hækkar, ísinn á Norðurpólnum hopar og veðrið er undarlegt. Ungmenni síðustu aldar eru löngu vaxin úr grasi. En er einhver þarna úti að „redda málunum“?