Flestar þjóðir hins vestræna heims kljást við rusl og mengun í umtalsverðu magni og ljóst að mengunarvarnir og endurnýting verða viðfangsefni framtíðarinnar og komandi kynslóða. Hugmyndir manna um hvernig hægt er að stemma stigu við þessum umfangsmikla vanda eru af ýmsum toga. Þá hafa menn ekkert síður áhyggjur af rusli í himingeimnum en á jörðu niðri og ljóst að ef ekki verður gripið til aðgerða geta slys hlotist af.
Heiður himinn, jafnvel sól og stilla. Stundum ein og ein flugvél, hvít sakleysisleg rönd á bláum himni sem minnir á mannanna verk. Sannkölluð gæði, sjaldgæfur lúxus.
Snjór og kuldi að vetri, - í hugum margra fátt sem gleður meir, í hugum annarra fátt sem þreytir meir. Að þræla sér í gegnum illa ruddar götur; festa, ýta, moka og skella nagladekkjunum undir. Stika yfir svellbunka á misgóðum skóm og telja sjálfum sér trú um að veturinn verði góður.