Það er haust og laugardagsmorgunn. Skýjahulu bregður fyrir Súlur, bæjarfjall Akureyringa, og sólin glennir sig. Úr suðri andar mildum blæ yfir fjörðinn og hlíðarnar brosa, berjabláar. Ég tvístíg á stofugólfinu, einhver útþrá í mér. Ákveð svo að ná úr mér fjallaþránni, klæði mig í hlaupagallann og pakka léttu nesti í bakpoka. Læt keyra mig á Súlubílastæðið við mynni Glerárdals, upphafsstað gönguleiðarinnar á Súlur. Á bílastæðinu tvíreima ég skó og skokka af stað, áleiðis upp vel merktan stíginn sem einhvern tímann var lagður af Ferðafélagi Akureyrar.
Árið er 2017 og ég stödd í startinu í Hausthlaupi maraþonhlaupara. Hjartað hamast og búin að lofa sjálfri mér að vera skynsöm. Ég ætli að klára þetta hlaup, tvíreima skó, tékka á gelinu og segi svo við sjálfa mig: ,,Stattu þig stelpa!”
Sjaldnast hægt að stóla á blessaða blíðuna. Við stödd í ballarahafi, miðja vegu í algleyminu, Ameríka - Rússland. Golfstraumurinn lætur sér nægja að blása hingað heitum vindum endrum og eins, þess á milli noprum við í kuldanum. Hvað sem því líður, fastir liðir eins og venjulega; vinna, sofa, borða, þess á milli gerum við okkur far um að lífga upp á mannsandann. Hreyfing grundvöllurinn að betra lífi stendur einhversstaðar skrifað, - en hvað með allt þetta myrkur?
Hún fer hratt yfir, staldrar stutt við og gefur ekkert eftir í brekkunum. Breitt brosið er sjaldnast skilið eftir heima. Emelie Tina Forsberg fæddist í litlu þorpi í austurhluta Svíþjóðar árið 1986. Hún er ein af sterkustu fjallvegahlaupurum Svía og þó víðar væri leitað. Hún hefur unnið til ótal verðlauna á heimsvísu og er þekkt fyrir endalausa bjartsýni og ótrúlegt þolgæði.
Dagur eða nótt, varla hægt að greina muninn þar á. Nóttin svo óendanlega löng. Vetrarsólhvörf marka skemmsta dag ársins, upphaf og endir kalla á ný markmið, önnur plön, nýja byrjun.
Stundum leiðir maður hugann að því hver hinn eiginlegi hvati er. Hvað gefur þá andlegu næringu að lífið verði þess virði að lifa og við tilbúin til að prófa, þora og halda svo áfram? - Hvað fær mann til að gefast ekki upp?