Flestar þjóðir hins vestræna heims kljást við rusl og mengun í umtalsverðu magni og ljóst að mengunarvarnir og endurnýting verða viðfangsefni framtíðarinnar og komandi kynslóða. Hugmyndir manna um hvernig hægt er að stemma stigu við þessum umfangsmikla vanda eru af ýmsum toga. Þá hafa menn ekkert síður áhyggjur af rusli í himingeimnum en á jörðu niðri og ljóst að ef ekki verður gripið til aðgerða geta slys hlotist af.
Síðustu upplýsingar frá Evrópsku geimvísindastofnuninni herma að um 7500 tonn af rusli hafi nú safnast fyrir á sporbaug jarðar og sveima þar um. Þá getur maður velta því fyrir sér hverskonar rusl sé hér á ferð? Kunnugir benda á að hér séu á ferðinni ónotuð gervitungl, hlutar af eldflaugum, litlir málmhlutir og úrgangur úr mönnuðum geimförum, eldsneytistankar og rafgeymar.
Rusl í himingeimnum getur skapað mikla hættu. Gera verður ráð fyrir að allar geimflaugar og allir gervihnettir verði fyrir einhverju hnjaski af þess völdum einhvern tíman á ferðalagi sínu um sporbaug jarðar. Áhrifin sem ruslið hefur hverju sinni, ákvarðast af hraðanum sem það ferðast á. Því hraðar, - því hættulegra.
Gera verður ráð fyrir að allar geimflaugar og allir gervihnettir verði fyrir einhverju hnjaski af þessum völdum einhvern tíman á ferðalagi sínu um sporbaug jarðar.
Þá er talið að geimferjan Pegasus, sem skotið var upp árið 1994, hafi ollið mestri mengun allra tíma þegar hún tvístraðist um himingeiminn árið 1996. Enn í dag má sjá málmhluti úr þessari frægu geimferju og hafa sérfræðingar talið um 300.000 hluti á sveimi sem rekja má til Pegasus.
Í fæstum tilfellum nær geimruslið til jarðar. Oftast brennur það upp í lofthjúpnum og mengar þá um leið umhverfið. Ef ruslið lendir hinsvegar á jörðinni getur það skapað verulegan vanda og hættu. Á það til dæmis við um málmhlutinn sem lenti í námunda við Sri Lanka 13. nóvember 2015. Þar hefði getað farið verr, en sem betur fer lenti hann einungis út á opnu hafi.
Nú þegar hafa orðið allt að 290 sprengingar eða ruslaárekstrar í himingeimnum sem vissulega hafa skapað talsverða hættu. Þá hafa menn verulegar áhyggjur af framtíðinni. Gervitungla- og geimflaugaframleiðsla eykst og að sama skapi verður himingeimurinn hættulegri með hverju árinu sem líður.
Þá beina kunnugir nú sjónum að allsherjar þrifum í himingeimnum. Fyrirtæki og stofnanir keppast við að rannsaka, hanna og framleiða einhverskonar tæki og tól sem hafa þann eiginleika að geta þrifið og hreinsað til á sporbaugi jarðar.
Í febrúar síðast liðnum lögðu forsvarsmenn Alþjóða geimvísindastofnunarinnar upp með að senda út í himingeiminn gervitungl eða móðurskipi sem á að geta sinnt því hlutverki að safna saman rusli á sporbaugi jarðar.
Nú stendur fyrir dyrum að skjóta móðurskipinu upp á sporbaug. Það hefur verið smíðað af fremstu vísindamönnum heims, hjá Surrey Satellite Technology, og á að þjóna þeim tilgangi að safna saman öllu því rusli sem fellur til. Þá mun móðurskipið skjóta frá sér tveimur minni gervitunglum (CubeSats). Staðsetning móðurskipsins verður um sjö metrum frá gervitunglunum, annað á að virka sem einshverskonar aðdráttur fyrir ruslið en hitt á að taka þrívíðar myndir og senda til jarðar, þannig að hægt verði að skilgreina og skoða hvað hefur safnast saman og teknar ákvarðanir um hvernig hægt verði að urða það á farsælan hátt. Þá á einhverskonar neti að vera fleygt yfir ruslið og því safnað saman og komið niður til jarðar.
Þá mun móðurskipið skjóta frá sér tveimur minni gervitunglum (CubeSats).
Af ofangreindu er ljóst að áhyggjur manna beinast að ýmsum þáttum og Donald Kessler fyrrum starfsmaður hjá NASA hreinsunardeild hefur til dæmis lýst yfir ugg vegna þess fjölda gervitungla sem eru á sveimi á sporbaug en eru ekki lengur í notkun. Hann telur að miklu mundi muna að fá leyfi til að taka niður um fimm gervitungl á ári sem ekki eru lengur í notkun. Þá hefur hann bent á að fimm gervitungl á 25 árum geti skipt sköpum fyrir næstu kynslóðir.
Þá hefur Kessler bent á að, ef það gengur eftir að ná uppræta ruslið og saxa á þann fjölda gervitungla sem ekki eru lengur í notkun, verður hægt í framtíðinni að fara út í himingeiminn eftir stærri og hættulegri hlutum, sem vissulega eru enn á sveimi.
Þá er talið mikilvægt að fá stjórnvöld í stærstu ríkjunum til að viðurkenna vandann og bregðast við. Setja þarf reglur um hvað er sent út í geiminn og hvernig því er fargað og skilgreina ábyrgð hvers og eins hverju sinni. Þá er bent á að það varði við þjóðarhagsmuni að stuðla ekki aðeins að hreinsun jarðar, heldur einnig að hreinsun himingeimsins.
Heimildir:
The Economist, The next frontier. When thoughts control machines. Space Debris - Junk hunting.
https://www.mbl.is/frettir/taekni/2013/04/25/brynt_ad_fjarlaegja_rusl_ur_geimnum/
https://www.space.com/22969-space-junk-clean-up-ideas-incredible-technology.html