skíði

Girðingarstaurar bera býlinu vitni...

Girðingarstaurar bera býlinu vitni...

Í upphafi þorra árið 2017 skundaði ég af stað þegar norðannæðingurinn bauð upp á nokkurra daga uppstyttu.

Það þarf svosem ekki að fara langt til að finna afdrep og hlaða batteríin og oft vel ég Kjarnaskóg við Akureyri sem er sannkölluð útivistarperla.

Þennan dag lá nýfallinn snjór yfir öllu og nýlega búið að troða gönguskíðabrautina sem hlykkjast um skóginn í viðmiklu stígakerfi.