landnámsmaður

Fyrir sunnan söl og þara...

Fyrir sunnan söl og þara...

Hvítasunna árið 2017. Hér er vítt til veggja og hátt til lofts, ekkert nema víðfemt endaleysið. Horfi til hafs í Vatnsfirði á vestanverðu landinu, set mig í spor Flóka Vilgerðarsonar sem oftast er nefndur Hrafna-Flóki og hugsa um tilkomumikla nafngiftina ÍSLAND. Ja, hér stóð hann maðurinn, fjörðurinn fullur af ís og gaf landinu þetta mikilfenglega nafn.