Árið er 2017 og ég stödd í startinuí Hausthlaupi maraþonhlaupara. Hjartað hamast og búin að lofa sjálfri mér að vera skynsöm. Ég ætli að klára þetta hlaup, tvíreima skó, tékka á gelinu og segi svo við sjálfa mig: ,,Stattu þig stelpa!”
Stundum leiðir maður hugann að því hver hinn eiginlegi hvati er. Hvað gefur þá andlegu næringu að lífið verði þess virði að lifa og við tilbúin til að prófa, þora og halda svo áfram? - Hvað fær mann til að gefast ekki upp?