ferðalag

Ég heyrði það í holum rómi samviskunnar: Hvert er þitt land?

Ég heyrði það í holum rómi samviskunnar: Hvert er þitt land?

Í gegnum tíðina hafa ferðabækur og ferðalýsingar verið vinsælt lesefni á borðum landsmanna og oftar en ekki hafa þær lýsingar varpað ævintýralegum bjarma á sögu og menningu þjóðarinnar. Þá hafa Íslendingar verið misánægðir með þessar frásagnir og höfundarnir stundum sætt harðri gagnrýni og fengið óvæginn dóm fyrir sögur af landi og þjóð.

Hér verður fjallað um ferðabækur tveggja ólíkra kvenna sem lögðu í ferðalag um Ísland á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar. Annarsvegar bókina Nordlandfahrt. Eine Reise nach Skandinavien und Island im Jahre 1845, eftir Idu Pfeiffer og hinsvegar Ísafold. Reisebilder aus Island eftir Inu von Grumbkow. Segja má að þessar tvær konur hafi verið frumkvöðlar á sínu sviði og ef til vill ekki hlotið sanngjarna umfjöllun um verk sín á sínum tíma.