Til forna var hagur Íslendinga að mestu kominn undir tíðarfarinu. Þá var engin furða þó að menn gerðu sér far um að ráða í veður á einn eða annan hátt. Sumir lögðu sig fram um að skoða hátterni hrafnsins á meðan aðrir lásu í garnir og gátu þannig séð fyrir um góða eða slæma tíð. Nú til dags notum við gervitungl í sama tilgangi, þó sennilega með meiri áreiðanleika.