Vatn er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar. Salt vatn eða sjór er stærsti hluti þess vatns sem finnst á jörðinni eða um 97,5%. Vatn er í stöðugri hringrás og kemur fyrir á þrennskonar formi: fljótandi, frosið eða gufa. Vatn flokkast ýmist sem yfirborðsvatn eða grunnvatn, en allt er það þó að uppruna úrkoma sem fallið hefur til jarðar. Yfirborðsvatn myndar ár og vötn við margbreytilegar aðstæður og í jöklum er geymdur mikill vatnsforði. Ferskt vatn er undirstaða alls lífs, en sjaldnast leiðum við hugann að mikilvægi þess fyrir tilurð okkar í hinum stóra samhengi.
Forsvarsmenn alþjóða náttúruverndarsamtakanna The International Union for Conservation of Nature birtu skýrslu árið 2009 þar sem meðal annars kom fram spá um að tveir þriðju hlutar heimsbyggðarinnar myndu búa við vatnsskort árið 2025. Um svipað leyti, árið 2009, birtu Sameinuðu þjóðirnar spá um að þrír milljarðar manna yrðu án vatns sama ár.
Alþjóðleg stórfyrirtæki hafa á síðustu árum eytt 84 milljörðum dollara í að stýra vatnsbirgðum sínum betur. Þá hefur komið fram krafa frá hagsmunasamtökum um að nú þurfi enn og aftur að herða lög, ramma og reglugerðir. Breytingar eiga sér vissulega stað en þær eru of hægfara.
Sandra Postel framkvæmdastjóri the Global Water Policy Project er öflugur talsmaður þeirra sem halda því fram að vatn og vatnsverndun verði mál málanna á næstu árum og áratugum. Hún hefur árum saman unnið að rannsóknum á vatni og ekki síður á vatnsskorti og fékk meðal annars verðlaun fyrir rannsóknir sínar og störf árið 2002 frá Scientific American Magazine. Þá hefur hún ásamt öðrum bent á að grunnvatn muni hægt og rólega þurrkast upp og vatn úr ám og vötnum hverfa, ef ekkert verður að gert og því nauðsynlegt að bregðast við fyrr en síðar.
Þá hefur hún ásamt öðrum bent á að grunnvatn muni hægt og rólega þurrkast upp og vatn úr ám og vötnum hverfa, ef ekkert verður að gert og því nauðsynlegt að bregðast við fyrr en síðar.
Klukkan tifar og margir vilja meina að heimsbyggðin fljóti sofandi að feigðarósi. Stjórnvöld, til að mynda á Vesturlöndum, hafi ekki brugðist við með afdráttarlausum hætti, eru grandlaus og axla ekki ábyrgð.
Leitin að fersku vatni til drykkjar verður mikilvægari með hverju árinu sem líður. Milljónir manna deyja árlega vegna sjúkdóma sem oft á tíðum má rekja til þess að fólk hefur ekki aðgang að fersku, ómenguðu vatni. Þá býr stór hluti jarðarbúa ekki við þau lágmarksréttindi að hafa aðgang að hreinu vatni til þrifa.
Eins og staðan er í dag getum við brugðist við. Hægt er að setja upp áætlun um með hvaða hætti hægt verði að sporna við vatnsskorti, en til þess þarf íhlutun stjórnvalda. Þá bendir Postel á að frá árinu 1992 hafi vissulega orðið stórstíga framfarir. Um 1,7 milljarða manna hefur verið tryggð öruggt aðgengi að fersku vatni, en betur má ef duga skal. Enn er áætlað að um 880 milljón manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni daglega og þróunin við hreinsun á menguðu vatni gengur of hægt. Sérfræðingar vinna nú hörðum höndum að því að finna viðunandi lausn.
Þá bendir Postel á að frá árinu 1992 hafi vissulega orðið stórstíga framfarir. Um 1,7 milljarða manna hefur verið tryggð öruggt aðgengi að fersku vatni, en betur má ef duga skal.
Þá hafa sérfræðingar ekki síður áhyggjur af þeim 5000 börnum sem deyja daglega. Stór hluti þessara barna eiga ekki kost á hreinu vatni til drykkjar. Menn hafa meðal annars beint sjónum sínum að þessu grundvallaratriði og velta nú vöngum yfir því hvernig hægt sé að bregðast við. Þá hafa fyrirtæki frá Vesturlöndum jafnvel lýst yfir áhuga á að taka þátt í stórum verkefnum þar sem hreinsun á neysluvatni verði sett á oddinn.
Mengun og skortur á neysluvatni er ekki síður vandamál á Vesturlöndum og í hinum “þróaða heimi”. Nú velta sérfræðingar því fyrir sér hvernig hægt verði að draga úr mengun og vatnsskorti þar sem aðstæður ættu í raun að vera til fyrirmyndar. Þá hefur verið bent á að góð landnýting miði að því að vatn skili sér til notandans á eðlilegan hátt eða með þeim hætti að moldin taki við úrkomunni og miðli í hæfilegu magni til gróðurs, vatnakerfa og grunnvatns. Hinsvegar er skerðing á þessu ferli eitt af alvarlegustu vandamálum heimsbyggðarinnar. Staðreyndin er að vatn spillist á einum stað og það veldur tjóni neðar á vatnasviðinu og jafnvel í hafinu. Setflutningur í ám veldur ómælanlegu tjóni víða um lönd; hann veldur mengun, rýrir vatnavistkerfi, fyllir uppistöðulón og eykur flóðahættu. Sum staðar er bannað að brjóta land eða skerða gróður nálægt árbökkum eða skurðabökkum. Nágrannaþjóðirnar til að mynda leggja mikla áherslu á landnýtingu á borð við beit og akuryrkju, þar hafa byggingaframkvæmdir og þéttbýlismyndun minnst áhrif á vatnsgæði. Við Íslendingar þurfum að skoða þessi mál betur og taka okkur til fyrirmyndar margt það sem hefur gagnast vel hjá frændþjóðum okkar. Þá virðist víða vera misbrestur á að þessum eðlilegum kröfum sé framfylgt.
Hinsvegar er skerðing á þessu ferli eitt af alvarlegustu vandamálum heimsbyggðarinnar. Staðreyndin er að vatn spillist á einum stað og það veldur tjóni neðar á vatnasviðinu og jafnvel í hafinu. Setflutningur í ám veldur ómælanlegu tjóni víða um lönd; hann veldur mengun, rýrir vatnavistkerfi, fyllir uppistöðulón og eykur flóðahættu. Sum staðar er bannað að brjóta land eða skerða gróður nálægt árbökkum eða skurðabökkum.
Hinsvegar kastar samkeppni oft á tíðum rýrð á samtakamátt og hagsmuni almennings. Menn hafa stundum heldur einbeitt sér að landamerkjum og landamærum en þeirri staðreynd að margur fær minna á meðan aðrir fá meira. Postel vill meina að þarna þurfi að horfa á hagsmuni heildarinnar og deila verðmætu vatninu jafnt á alla, óháð þjóð, kyni eða ætterni. Þá ættu þeir sem eiga greiðan aðgang að vatni að deila til hinna sem hafa minna af þessari verðmætu náttúruauðlind.
Sandra Postel staðhæfir að mannkynið þurfi að feta hinn gullna meðalveg. Hún bendir á nauðsyn þess að uppgötva lausnir til að hreinsa vatn og nýta á skilvirkari hátt, þá sé mikilvægt að staldra við og gaumgæfa betur á hvaða hátt hægt verði að bregðast við komandi vatnsskorti. Hún hefur sýnt fram á að hinn almenni vestræni borgari þurfi ekkert síður að staldra við og endurskoða ýmislegt í lífi sínu sem snýr að vatni. Vatn í mat og við matseld, vatn til þrifa, vatn sem nýtt er innan- og utandyra, vatn í formi orku og að síðustu vatn í innkaupum. Sjaldnast íhugum við stöðu vatns í hinu stóra samhengi, á hvaða hátt það er nýtt og ekki síður á hvaða hátt því er spillt.
Hún hefur sýnt fram á að hinn almenni vestræni borgari þurfi ekkert síður að staldra við og endurskoða ýmislegt í lífi sínu sem snýr að vatni. Vatn í mat og við matseld, vatn við þrif, vatn sem við nýtum innan- og utandyra, vatn í formi orku og að síðustu vatn í innkaupum.
Allar rannsóknir benda til þess að 70% af öllu vatni jarðarbúa sé nýtt til landbúnaðar og í akuryrkju. Postel bendir á að nauðsynlegt sé að finna fleiri leiðir sem stuðli að betri og arðbærari hjáveitu og notkun, við þurfum að finna lausnir á því hvernig hægt verði að rækta mismunandi tegundir sem henti landslagi og veðráttu á hverju svæði fyrir sig.
Þá vill Sandra Postel ganga svo langt að innleiða ákvæði í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem sérstaklega verði kveðið á um nauðsyn vatns fyrir hvern jarðarbúa. Auk þess hefur hún rætt mikilvægi þess að skilgreina og halda á lofti hugmyndinni um vatnsfótsporið á sama hátt og rætt hefur verið um kolefnisfótsporið sem mannkynið, hver og einn jarðarbúi, skilur eftir sig.
Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Ísland verði í fylkingarbrjósti í baráttunni við mengun heimshafanna og ljóst að sú staða er vissulega eftirsóknarverð. Hinsvegar þurfum við að sporna við fótum á ýmsum sviðum og huga að þeim brestum sem eru í okkar annars góða kerfi.
Íslendingar hafa stært sig af fersku vatni, heilnæmu hafi og hreinum ströndum. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að þessar fullyrðingar eru um margt á rökum reistar. Sömu rannsóknir hafa einnig sýnt að víða getum við tekið okkur á og gert betur. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Ísland verði í fylkingarbrjósti í baráttunni við mengun heimshafanna og ljóst að sú staða er vissulega eftirsóknarverð. Hinsvegar þurfum við að sporna við fótum á ýmsum sviðum og huga að þeim brestum sem eru í okkar annars góða kerfi. Alþjóðlegt samstarf er því sérstaklega mikilvægt í baráttunni við mengun hafs og stranda og þá er ekki síður mikilvægt að öll ríki taki sig saman og stuðli að sameiginlegum vörnum við þessari miklu vá.